Eyjafjarðará í mars

Sá nokkra fallega fiska í Eyjafjarðaránni í dag – þeir voru bara hressir í blíðunni – myndbandið má sjá hér neðar.  Áin íslaus og láglendi snjólaust. Það verða varla vandræði með vatnavexti fram eftir þessu sumri…
Unaðslegt.
Hlakka til…

Erindið var annars að huga að hentugri staðsetningu fyrir fiskiteljara sem setja á í ánna.   Staðsetningin ræðst af stórum hluta af markmiðinu með teljara.  Brýnast er að meta veiðiálag á bleikju – meðan það er ekki þekkt og stofninn (líklega) í lágmarki er erfitt að réttlæta afföll á bleikju vegna veiða.

 

Hér eru myndir af nokkrum mögulegum staðsetningum – byrjum neðst á fjögur og förum svo niðurúr.
Ljótipollur kemur vel til greina – nægt svæði til að vinna á og ágætisstaðsetning – nánast neðst á fjögur.
Bogabrúin hjá Sandhólum er staðsett ofarlega á þrjú – brúarhafið er c.a. 30 metrar.  Núpáin kemur útí aðeins neðar þannig að vatnsmagnið er ekki óyfirstíganlegt þarna.
Nokkru neðar er svo Stíflubrúin.  Lengra hafið (vestan) er 27 metrar en það styttra 21 meter.  Þarna er áin orðin talsvert vatnsmeiri en hjá næstu brú fyrir ofan.

 

 

Rétt þarna neðar er laglegur strengur og að austanverðu (hægri) niður á broti er einhver almesta seiðamergð sem mælist í ánni.  Þar voru allar sortir síðasta haust – meira að segja hornsíli:)
Svo er það hestabrúin hjá Melgerðismelum – hún er efst á svæði 2.  Þarna sá ég einmitt urriðana sem videoið er af.  Í fyrsta stólpa eru c.a. 9 metra og á milli stólpanna eru um 18 metrar.  Þarrna er áin ekki mjög straumhörð en samt er drjúgur þungi í henni, enda margar þverár bættst við.
Fyrst þegar ég fór í þessar teljarapælingu var ég með þennan stað í huga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *