Flugucastið – fræðandi afþreying.

Flugucastið er podcast um veiði.  Þeir félagar Hafsteinn og Sigþór spjalla um veiði í c.a. 90 mínútur við veiðimenn.  Þráður þáttanna er yfirleitt sá sami,  einn til tveir viðmælendur mæta,  farið er yfir þroskasögu þeirra sem veiðimanna,  sagt frá ævintýrum og uppákomum, veiðipólitík rædd eða einhverjir hlutir nördaðir í drasl.  Nú eru komnir 34 þættir, með um 40 viðmælendum.  Það er alveg óhætt að mæla með þessu þáttum,  fræðandi afþreying.

Flugucastið, líkt og flest önnur podcöst má hlusta á beint af vefnum inná soundcloud,  en best er að hlaða þáttunum í símann eða ipadinn með podcast forritum, einsog Podcast Addict (android) eða einfallega á spotify.

 

 

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *