Þessi fór í sýningar þann 6. mars.
Var svo heppinn að sjá hana í forsýningu. Frábær skemmtun – mæli 100% með henni.
Myndin segir frá veiðiferð 6 miðaldra karla, sem fara úr Reykjavík og norður í land í þriggja daga túr. Karlarnir eru algerar erkitýpur, sem allir veiðimenn hafa lent með í veiðitúrum. Óvæntar uppákomur, bras, brölt, ærsl, uppgjör, fyllerý, veiði, veiðigleði og veiðiangist eru sett fram á frábærlega skemmtilegan hátt.
Myndin er sprenghlægileg, nánast allan tímann. Framvinda túrsins og flestar uppákomurnar eru í anda þeirra allra skrautlegustu veiðitúra sem flestir veiðimenn hafa einhvern tímann upplifað – fæstir þú í einum og sama túrnum 🙂
Ég spái því að þessi mynd muni eldast ágætlega, verði einhverskonar blanda af veiðiCultbíói og heimildamynd um veiðisukksamt líferni 65´ kynslóðarinnar. Kynslóðarinnar sem lifði hvern dag sem þann síðasta, fyrst hlustandi á Bubba rokka um heimsendi en síðar á Bubba kyrja um núvitundina.
5 stjörnur af 5 – frábær afþreying fyrir alla.
Tekin upp við Mýrarkvísl – sem einmitt er komin í sölu:
https://www.veiditorg.is/permits/myrarkvisl