Eyjafjarðará opnaði í morgun. 23 fiskar komu á land, 11 af þeim voru yfir 60cm og 5 yfir 70cm. Stærsta tröllin voru 88cm og 80cm.
Áin var aðeins ein gráða, enda nýbúin að ryðja sig. Það fraus í lykkjum veiðimönnum og sást ekki á milli bakka í mestu éljunum. Semsagt ekki bestu aðstæður til veiða.
En, þeir fiska sem róa.
Það er hægt að fylgjast með veiðitölum á rafrænu veiðibókinni.

Það fraus í lykkjunum en menn létu það ekki aftra sér svæði 2.
