Sá nokkra fallega fiska í Eyjafjarðaránni í dag – þeir voru bara hressir í blíðunni – myndbandið má sjá hér neðar. Áin íslaus og láglendi snjólaust. Það verða varla vandræði með vatnavexti fram eftir þessu sumri…
Unaðslegt.
Hlakka til…
Erindið var annars að huga að hentugri staðsetningu fyrir fiskiteljara sem setja á í ánna. Staðsetningin ræðst af stórum hluta af markmiðinu með teljara. Brýnast er að meta veiðiálag á bleikju – meðan það er ekki þekkt og stofninn (líklega) í lágmarki er erfitt að réttlæta afföll á bleikju vegna veiða.