Aldrei hafa mér þótt myndir af fiski á aðgerðaborði vera smekklegar, en set þó eina slika inn. Fyrir því eru sérstakar ástæður, því fiskurinn reyndist einstakur og ýmislegt kom á óvart við aðgerðina…
Þannig er að seinni hlutinn af júli er frábær tími í bleikjunni hér í firðinum – þar sem formúlan er gott veður, fallandi vatn, nýgenginn bleikja, uppstrím fimman í hendi og Pheasant Tail á taumnum.
Einfaldlega ávísun á hamingju. Þótt ég sé ekkert sérstaklega fiskinn rek ég stundum í fisk og jafnvel hirði ég einn til að hafa með heim á grillið – eða tvo.
Hef það sem reglu að veiða ekki í frystinn, bara í matinn – búnn að halda hana að mestu í 15 ár.
-En kannski meira um það síðar.-
Svo var það í einni af þessum ferðum, fyrir nokkrum árum að ég landaði nýgengnum smálaxi í bleikjuveiði á Pheasant Tail í upstríminu. Og hirti hann til að grilla um kvöldið. Þegar ég kom svo heim til að gera að honum kom í ljós að blessaður laxinn var með magafylli af Vorflugupúpum. Þetta hafði ég aldrei séð eða heyrt um, hvorki fyrr né síðar. Hringdi í nokkra félaga og enginn hafði frétt af þessu, hafði samband við Bjarna Jóns hjá veiðimál og hann hafði ekki heyrt um svona heldur, en úr varð að hann ákvað að koma við hjá mér og taka sýni af fiskinum – það var gert og ekkert merkilegt kom úr því.
Hjá mér voru gestir sem til að stóð að fengju nýgrillaðan lax í kvöldmatinn – ég auðvitað sýndi þeim þessa merkilegu uppgötvun. Þau höfðu alveg passlega mikinn áhuga á innvolsinu en lögðu til að fiskurinn yrði geymdur til frekari vísindarannsókna og pöntuð pizza í kvöldmatinn:) – ég áttaði mig síðar á samhenginu.
En ég hélt áfram að leita upplýsinga um þetta – og sendi Pétri heitnum Brynjólfssyni eftirfarandi fyrirspurn um þetta – en Pétur hafði veitt í Fnjóská í áratugi og var einstaklega glöggur og náttúrulæs.
„Sæll Pétur
Gleymdi að nefna það við þig að fyrr í sumar fékk ég grálúsugan lax í beygjunni lengst framfrá, sem kannski væri ekki í frásögur færandi, nema fyrir það hann var með magafylli af „fiðrilda“púpum. Slíkt hef ég aldrei vitað um hvorki fyrr né síðar. Helvítis laxinn hélt hann væri bleikja! Hefur þú einhverja vitneskju um svona lagað?“
Og Pétur svaraði um hæl: